Croisette og Knight Frank hefja alþjóðlegt samstarf

Alþjóðlega fasteignaráðgjafafyrirtækið Knight Frank og Croisette, sem er í fremstu röð meðal fasteignaráðgjafa á Norðurlöndum tilkynnntu í dag um nýtt samstarf sem miðar að því að þróa og bjóða upp á alhliða fasteignaráðgjöf til viðskiptavina á fjölda markaða og í fjölda geira á alþjóðlegum markaði.

Þetta nýja og spennandi langtímasamstarf miðar að því að koma á fót norrænni fasteignaráðgjöf í fremstu röð sem býður viðskiptavinum okkar aukinn aðgang að Norðurlöndunum og aðstoðar norræna viðskiptavini við fasteignaviðskipti á alþjóðlegum vettvangi.

Knight Frank er stærsta einkarekna fasteignaráðgjafarfyrirtæki heims og á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru margir virkustu leigutakar, fjölþjóðlegir fjárfestar og fasteignaþróunarfélög heims auk alþjóðlegra stofnanafjárfesta, banka og fjárfestingarsjóða í ríkiseigu sem sömuleiðis eru á meðal þeirra virkustu á heimsmarkaði. Ennfremur hefur fyrirtækið einstakan aðgang að fjölda mjög auðugra einkafjárfesta á heimsvísu gegnum víðtækt og einstakt tengslanet sitt. Croisette er örast vaxandi fasteignaráðgjafafyrirtæki Norðurlanda og hefur nú þegar víðtækan og ört stækkandi hóp viðskiptavina auk mjög nýskapandi og persónulegrar nálgunar að fasteignaviðskiptum. Samstarf Croisette og Knight Frank byggir á samrýmanlegri fyrirtækjamenningu og stjórnun auk þess sem sérfræðisvið fyrirtækjanna mynda saman góða heild og sýnin á framtíðarvöxt er hin sama. Fyrirtækin eiga því fullkomlega saman.

Andrew Sim, Managing Director of Europe hjá Knight Frank, segir:

“Það er mér mikil ánægja að tilkynna samstarf Frank Knight við Croisette, tiltölulega nýtt fyrirtæki með smitandi trú og metnað bæði á sínum markaði og öðrum. Hraður vöxtur þeirra hefur vakið athygli og við erum í sjöunda himni yfir að vera hluti af þróun þeirra. Það er mikilvægt að Croisette endurspeglar gildi okkar og menningu og auðvitað grundvallarmetnað okkar að vera í fremstu röð ráðgjafarfyrirtækja á Norðurlöndunum. Auk þess er grunnsýn okkar sú sama, að sjálfstæð langtíma sambönd séu grundvöllur frábærrar þjónustu til allra viðskiptavina okkar.”

 Per Svensson, forstjóri Croisette, segir:

Nýmyndað samstarf fyrirtækjanna mun hafa í för með sér óteljandi tækifæri fyrir viðskiptavini okkar beggja. Djúpstæð þekking Croisette á markaðnum og reynsla mun tengjast gríðarstóru tengslaneti Knight Frank hnökralaust og og hleypa auknum krafti í vöxt okkar

Við sameinum sérþekkingu okkar á norrænum fasteignamarkaði og víðtækt net Knight Frank og munum bjóða viðskiptavinum okkar einstaka þjónustu. Nýja fyrirkomulagið er umlykur frábæran hóp hluthafa og kemur okkur í bestu mögulegu stöðu til að halda okkar striki og auka möguleika okkar á að veita viðskiptavinum okkar hágæða ráðgjöf um allan heim auk þess að viðhalda örum vexti á næstu árum.”

 

Per Svensson

CEO & Founder Malmö

Hafðu samband við okkur

Veistu nú þegar hverju þú ert að leita að? Vantar þig ráð?
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband við þig!

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.
Allar eignir